Stefanía Svavarsdóttir söngkona lýsir sjálfri sér sem fiðrildi sem mætti aga sig meira. Erfiðasta árið í lífi hennar er að baki þegar hún skildi ófrísk að dóttur sinni og flutti atvinnu- og tekjulaus með son sinn 18 mánaða gamlan til móður sinnar. Stefanía segir móðurhlutverkið það besta í lífinu og hefur óbilandi trú á að alheimurinn muni færa henni allt sem hún þarf og óþarft sé að streitast á móti.