Hnossgæti í Hörpu

Hnoss er nýr og spennandi veitingastaður í Reykjavík en hann er staðsettur á fyrstu hæð í Hörpu. Hönnun staðarins hefur tekist einstaklega vel þar sem náðst hefur að skapa notalega og hlýja stemningu í rýminu. Matseðillinn er fjölbreyttur og er þar lögð rík áhersla á íslenskt hráefni. Nýlega stóð Hnoss fyrir skemmtilegum viðburði sem var haldinn í samstarfi við Kampavínsfjelagið þar sem veganréttir voru paraðir saman við Piper Heidsieck-kampavínið og getum við hjá Gestgjafanum staðfest að sú pörun kom skemmtilega á óvart. Við tókum Fanneyju Dóru, yfirmatreiðslumann á Hnossi, tali og fengum að fræðast um veitingastaðinn og þennan spennandi viðburð auk þess sem hún deilir ljúffengum uppskriftum með lesendum.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.