Innblástur frá ólíkum menningarheimum

Í fallegu húsi í Kópavoginum búa hjónin Sigurbjörg Hjörleifsdóttir, eða Sibba eins og hún er kölluð, ásamt eiginmanni sínum Ólafi Inga Skúlasyni, börnum þeirra þremur og hundinum Rocky. Þau keyptu eignina árið 2013 en á þeim tíma bjuggu þau úti í Belgíu. Þau hafa í gegnum tíðina flutt milli fimm landa vegna atvinnu Ólafs en hafa nú fest rætur í Kórahverfinu. Þau fengu Rut Káradóttur í lið með sér en hér hafa þau skapað sér hlýlegt og tímalaust heimili sem hentar fjölskyldustærðinni vel. Segja má að heimilið beri þess vitni að þau hafi ferðast víða en hér fær hönnun frá öllum heimshornum sinn stað í húsinu. Hjónin eiga jafnframt verslunina Kara Rugs sem sérhæfir sig í mottum og öðrum textíl en síðustu árin þeirra erlendis bjuggu þau í Tyrklandi þar sem ævintýrið átti óvænt upptök sín.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.