Á björtum vetrardegi litum við í heimsókn á vinnustofur tíu kvenna í sögulegu húsi á Korpúlfsstöðum þar sem Samband íslenskra myndlistarmanna hefur aðsetur. Í dag eru þar glæstar vinnustofur með útsýni yfir Esjuna og golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Nýverið fengum við að kynnast þessum stórfenglegu listakonum sem þar vinna.