Íslendingar eru almennt áhugasamir um falleg blóm, segir Rósa Haraldsdóttir, ein systranna sem reka Blómafélagið. Túlípanar eru í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá landsmönnum, að hennar sögn enda henta þeir afar vel við íslenskar aðstæður og eru tiltölulega auðveldir í ræktun. Þeir lengja líka sumarið að vissu leyti þar sem þeir blómstra áður en sumarblómin eru sett niður.