Kjötkompaní er fyrirtæki sem margir sælkerar kannast við, það er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2009 og rekur í dag þrjár verslanir. Okkur lék forvitni á að vita meira um þetta flotta fyrirtæki sem hefur stækkað ört síðan það var sett á laggirnar en nýverið var þriðja og stærsta verslunin opnuð.