Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari: „Upp til hópa er maður að eiga við brotamenn sem eru ekki skrímsli.“

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tók nýverið við stöðu sem fyrsti íslenski saksóknarinn hjá Eurojust í Haag en þangað flytur hún brátt ásamt fjölskyldu sinni. Flutningarnar leggjast vel í þau enda lengi verið á stefnuskránni að prófa að flytja út fyrir landsteinana. Hún ætlaði sér alls ekki að verða lögfræðingur á uppvaxtarárunum, hafði mestan áhuga á bókmenntum og þá sérstaklega Íslendingasögunum, en þangað rataði hún samt. Hún fann sig þó fljótt í faginu og hefur aldrei séð eftir því að leggja það fyrir sig. Kolbrún hefur upplifað erfið áföll í sínu persónulega lífi en alltaf komist í gegnum þau með góðum stuðningi frá eiginmanni sínum og fjölskyldu og með því að gefa sér tíma til að gera nærandi hluti fyrir sjálfa sig eins og að fara á Njálunámskeið, stunda crossfit og ganga í bókaklúbb. 

Í starfi sínu reynir hún fyrst og fremst að sinna öllu af heiðarleika og sanngirni. „Ég veit að hlutirnir eru ekki svarthvítir. Þú verður að geta farið inn í svona mál og horft á þau frá fleiri en einni hlið. Þú verður líka að vera tilbúin að sýna öllum ákveðna virðingu. Þú ert að eiga við fólk sem fremur hryllileg brot og það er mjög erfitt stundum að dylja tilfinningar sínar en ég held að það sem skiptir samt svo miklu máli er að það eiga allir rétt á einhvers konar mannlegri reisn. Maður þarf að geta mætt fólki þar sem það er án þess að dæma það alveg. Raunin er síðan sú að þegar maður vinnur í þessu kerfi þá verður maður ósjálfrátt minna dómharður. Auðvitað fremja sumir hryllileg, ófyrirgefanleg brot sem er engin leið að afsaka en upp til hópa er maður að eiga við brotamenn sem eru ekki skrímsli. Þú verður að geta gefið þessu fólki einhverja von. Þér varð á – þú gerðir hræðilegan hlut – en þú verður að eiga séns. Þú verður að geta komið til baka út í samfélagið án einhverrar stimplunar að þú sért bara dæmdur óalandi og óferjandi.“

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.