Komdu lagi á óreiðuna

Virpi Jokinen er fremsti skipulagsgúrú landsins og þann 6. október næstkomandi ræðir hún um hvernig gott skipulag getur nýst sem verkfæri. Fyrirlesturinn verður fluttur á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7, kl. 17:30. Skipulagsleysi á heimilinu eða vinnustaðnum getur endurspeglast í líðan; þegar maður hugsar um tiltekt en veit ekki hvar á að byrja og manni fallast hreinlega hendur. Virpi Jokinen rekur fyrirtækið Á réttri hillu og er fyrsti vottaði skipuleggjandinn (e. Professional Organizer) hér á landi, svo vitað sé.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.