Kona á tíræðisaldri deyr

Mér finnst umhugsunarvert hvað við sýnum oft lífi – og ekki síður dauða – einhverra sem við þekkjum ekki neitt og skipta okkur í raun engu máli mikla athygli. Um daginn dó kona á tíræðisaldri í Bretlandi og heimsbyggðin fór á hliðina. Merkiskona, jújú, búin að vera þarna frá því að elstu menn muna. Fastur punktur í tilverunni, kannski. Ekki fyrir mig þó, tilvera hennar skipti mig aldrei neinu máli til eða frá. Um héraðsbrest ei getur þó hrökkvi sprek í tvennt, hugsaði ég þegar ég heyrði fréttina. Og nei, ég man ekkert hvar ég var þegar ég heyrði hana. Ekki frekar en þegar ég heyrði um dauða Díönu prinsessu eða Johns Lennon eða nokkurs annars, nema ég man reyndar að þegar fréttist að John F. Kennedy hefði verið skotinn var ég inni í búri að horfa á mömmu setja sláturkeppi ofan í sýrutunnuna. Kannski ég muni það af því að það tengist mat. 

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.