Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra tók til starfa 27. nóvember síðastliðinn, ráðherrum fjölgaði um einn og eru nú 12 ráðherrar í ríkisstjórn og hafa ekki verið fleiri í áratug. Margir ráðherrar skiptu um ráðuneyti og titil og mættu því á nýjan vinnustað. Ráðherrarnir 12 eru í átta stjörnumerkjum, enginn þeirra er naut, tvíburi, krabbi eða ljón. En eiga eiginleikar stjörnumerkjanna við um ráðherrana?
