Ég ætla að vera fullkomlega hreinskilin. Hérna einu sinni hefði ég aldrei litið við manni sem var lægri en ég, einfaldlega af því að ég var viss um að mér myndi líða eins og tröllskessu við hliðina á honum. En svo gerðist hið ótrúlega: Ég varð ástfangin af manni sem var heilum tíu sentímetrum lægri en ég.