Eftir sumarfrí og með lækkandi sól kemur fólk aftur meira saman, t.d. í matarboðum. Fallega uppdekkað borð gerir mikið fyrir upplifunina af boðinu, hver kannast ekki við að standa fyrir framan fallegt matarborð og dást að því. Við byrjum jú að borða með augunum. Hér bendum við á nokkra hluti sem má hafa í huga við að dekka upp fallegt matarborð.