Veðrið er fremur rysjótt í Biskupstungunum þegar ljósmyndari og blaðamaður koma í hlað og virða fyrir sér þetta einstaklega fallega hús sem teiknað er af þeim Árnýju Þórarinsdóttur og Helgu Guðrúnu Vilmundardóttur en þær reka saman arkitektastofuna Stáss. Báðar eru þær með masters-gráðu í arkitektúr, Helga lærði við Kunstakademíuna í Kaupmannahöfn og Árný nam við Arkitektaskólann í Árósum.
