Alltaf er gaman að kynnast nýjum ilmvötnum og kanna hvers konar ilmur fer manni. Eftir langan vetur er kominn tími á eitthvað nýtt og þyngri ilmvötn taka að víkja fyrir léttari ilmvötnum. Svo eru það tískuhúsin og helstu snyrtivöruframleiðendur sem koma með ný og spennandi ilmvötn og það er náttúrlega skemmtilegast. Hér erum við með ný ilmvötn sem komu út á þessu ári.