Ný reglugerð um persónuvernd tók gildi 25. maí 2018 í öllum löndum Evrópusambandsins og hefur einnig áhrif á lönd utan Evrópusambandsins. Reglugerðin leggur ríkar kröfur á hvernig fyrirtæki meðhöndla og geyma persónulegar upplýsingar viðskiptavina sinna, auk þess sem hún veitir þeim betri innsýn í hvernig persónulegar upplýsingar eru meðhöndlaðar. Við hjá Birtíngi útgáfufélagi virðum rétt viðskiptavina okkar til trúnaðar og meðhöndlum persónuupplýsingar þeirra af virðingu og tillitssemi. Í því skyni höfum við meðal annars uppfært persónuverndarstefnu og höfundarrétt okkar.
Viðskiptavinir okkar geta treyst fyrirtækinu fyrir persónuupplýsingum þegar þeir nota þjónustu fyrirtækisins.Við tökum hlutverk okkar alvarlega og leggjum því ríka áherslu á að varðveita persónuupplýsingar viðskiptavina okkar eftir því sem best verður á kosið.
Með persónuverndarstefnu þessari viljum við gera viðskiptavinum okkar grein fyrir hvernig söfnun, geymslu og vinnslu upplýsinga er háttað. Við vinnum aðeins með persónuupplýsingar í lögmætum tilgangi eða samkvæmt upplýstu samþykki.