Péturs Kristjánssonar minnst

Pétur Kristjánsson var án efa ein af skærastu poppstjörnum Íslands. Til stóð að halda minningartónleika um hann í janúar í ár í Bæjarbíói og þeir fyrri áttu að vera á afmælisdaginn hans 7. janúar en þá hefði Pétur orðið sjötugur. Hann var aðeins 52 ára þegar hann lést 3. janúar 2004. Það varð að fresta tónleikunum vegna samkomutakmarkana en nú er færi og fyrstu tónleikarnir verða 30. september og þeir síðari 1. október. Pétur var aðeins fjórtán ára þegar hann hóf tónlistarferilinn sem bassaleikari í Pops, en söng síðar með nokkrum af þekktustu hljómsveitunum landsins, Náttúru, Svanfríði, Pelican, Paradís, Póker og Start. Allir þekkja lögin Jenny darling, My glasses, Rabbits, Seinna meir og Superman. Miðar eru seldir á tix.is

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.