Allt frá því Metoo-byltingin svokallaða fór af stað hefur hrikt í stoðum feðraveldisins ef svo má segja. Þegar óvænt og ófyrirséð tókst að velta úr sessi einum valdamesta mógúl kvikmyndaheimsins og fá hann sakfelldan fyrir kynferðisofbeldi opnaði það augu kvenna fyrir mætti þess segja frá og að mögulegt væri að ná fram breytingum.