Sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna að stússast í framkvæmdum

Arkitektinn Sigríður Arngrímsdóttir tók nýverið á móti okkur á heimili sínu við Nýbýlaveg í Kópavogi. Hún býr ásamt eiginmanni sínum, Elvari Ágústssyni húsasmíðameistara, og börnum þeirra tveimur, Arngrími Ágústi, 12 ára, og Patreki Erni, níu ára, í afar fjölskylduvænni og bjartri íbúð í tvíbýlishúsi sem þau hafa lagt mikla vinnu í að gera að sinni síðan þau festu kaup á henni árið 2018. Hún segir þau hjónin elska að stússast í framkvæmdum og það vera þeirra sameiginlega áhugamál. Á heimilinu má sjá margar sniðugar lausnir og er hver fermetri nýttur til hins ýtrasta. Við fengum að litast um á heimilinu og spjalla við hana um starfið sem hún talar um af mikilli ástríðu. Sigríður rekur arkitektastofuna Arkotek og segir arkitektastarfið henta sér afar vel, það sé lifandi og margslungið og verkefnin sem hún fæst við fjölbreytt.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.