Sangria

Flestir sem dvalið hafa á Spáni hafa drukkið spænska drykkinn Sangriu, ýmist liggjandi á strandbekknum eða við matarborðið. Drykkurinn er mjög vinsæll meðal ferðamanna á Spáni og þýðir spænska orðið sangria blæðing. Drykkurinn er gerður úr rauðvíni og er ávallt borinn fram í könnu. Uppistaðan er rauðvín og ávextir eftir smekk hvers og eins. Í stað þeirra sem hér eru notaðir má til dæmis nota epli, jarðarber, límónur, sítrónur, ber eða mangó. Einnig má bæta við dassi af sætuefni, eins og sykur, hunangi eða sírópi. Óþarfi er að kaupa dýr vín í drykkinn, heldur má jafnvel kaupa rauðvínskút. Sangria er tilvalin fyrir veislur og partí bæði sem fordrykkur og með mat. 

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.