Sannkallaður happafengur

Það verður að teljast sannkallaður hvalreki fyrir tónlistarunnendur að Thurston Moore og hljómsveit séu á leiðinni til Íslands. Thurston stofnaði hljómsveitina Sonic Youth árið 1981 ásamt Kim Gordon en sveitin er ein af áhrifamestu hljómsveitum síðastliðinna 40 ára. Hann hóf síðan sólóferil og plata hans By The Fire fékk góða dóma. Hann treður upp ásamt hljómsveit sinni í Stapa í Hljómahöll í Keflavík þann 9. október. Miðarnir fást á tix.is

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.