Vinkonurnar Hlédís Maren Guðmundsdóttir og Amna Hasecic gerðu sér lítið fyrir og héldu hið glæsilegasta áramótaboð með stuttum fyrirvara. Íslenski fiskurinn og smjörið voru í hátíðarbúningi eins og vera ber um áramót. Freyðivín, fiskisúpa og fondú komu við sögu en gestirnir og gestgjafarnir í boðinu voru ungar
athafnakonur sem hafa myndað vinabönd á síðustu árum.