Sterkur karakter á heimili ljósmyndara

Við heimsóttum þau Heiðdísi og Styrmi Kára, sem bæði eru starfandi ljósmyndarar. Íbúðin er hlýleg þar sem jarðlitir og náttúruleg efni eru í forgrunni en þau eru miklir náttúruunnendur, að sögn, og líður hvergi betur en á ferðalagi um fáfarnar slóðir. Stílnum lýsa þau sem minímalískum og reyna þau eftir bestu getu að endurnýta húsgögn og skrautmuni frá fjölskyldu og vinum auk hluta úr náttúrunni. Þau keyptu íbúðina haustið 2018 og fluttu inn í desember sama ár. Ekki var þörf á miklum framkvæmdum og þau reyndu að nýta eftir fremsta megni það sem nothæft var í íbúðinni. Þá máluðu þau flestöll rými og smíðuðu hillur inn í eldhúsið.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.