Heimilið er griðastaðurinn okkar, staðurinn þar sem við hlúum að okkur, verjum tíma með fjölskyldunni og gæludýrum, sinnum áhugamálum okkar, hvílumst og nærumst. Ef heimilið er á hvolfi alla daga, yfirfullt af hlutum sem stela frá okkur orku í stað þess að færa okkur gleði og ró, er heimilið ekki sá griðastaður sem hann ætti að vera. Þá er gott að setja sér þá áskorun að taka heimilið í gegn á 30 dögum. Hér eru nokkur einföld atriði sem ættu að hjálpa við að ná því markmiði.
