„Þegar maður lendir í svona lífskulnun er ekki mikil löngun til að snúa til baka“

Vinkonurnar Alma Hrönn Hrannardóttir og Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir lentu báðar í alvarlegri kulnun sem rekja má til mikils álags og áfalla. Þær fóru í gegnum hið hefðbundna endurhæfingarferli sem í boði er en segjast af ýmsum ástæðum ekki hafa fundið bata þar. Þær voru að lokum útskrifaðar úr endurhæfingu með þeim orðum að þær væru taldar óendurhæfanlegar. Sjálfar segjast þær alltaf hafa vitað að bati væri mögulegur en þær yrðu að finna sína eigin leið að honum og nýta til þess heildrænni leiðir en voru í boði. Báðar hafi þær verið í mikilli andlegri sjálfskoðun í rúmlega fimmtán ár og þeim hafi fundist svarið við sínum áskorunum liggja þar. Saman þróuðu þær aðferð sem þær segja að feli m.a. í sér viðurkenningu á því að við séum miklu meira en bara líkami og hugur. Þær stofnuðu skólann Starcodes Academy þar sem m.a. er unnið með drekum, meisturum og gyðjum og þar sem þær stöllur, ásamt teymi, hjálpa fólki að finna út úr því hvert það vill raunverulega stefna í lífinu og hverju það þurfi að breyta til að komast þangað.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.