„Þetta er ekki bara glans og glamúr“ 

Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn 30. júní síðastliðinn. Hún átti „ævintýralega meðgöngu“ eins og hún orðar það sjálf og fæðingin var líka dálítið skrautleg, að minnsta kosti í aðdragandanum, en allt fór vel að lokum og heilbrigð stúlka kom í heiminn. Sambýlismaður og unnusti Kristjönu, Kristján Franklín Magnús, er atvinnumaður í golfi og litlu mátti muna að hann næði ekki heim í tæka tíð fyrir fæðingu dótturinnar þar sem hann var að keppa í úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið. Dóttirin, Rósa Björk, hefur aðeins látið foreldra sína hafa fyrir sér og öll gömlu, góðu húsráðin á borð við að vera með ryksuguna í gangi og rennandi vatn úr krana, verið notuð. Blaðamaður settist niður með Kristjönu á kaffihúsi á Kársnesinu í Kópavogi dag einn í ágúst en sú stutta var í pössun hjá ömmum sínum á meðan.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.