„Þótt ferillinn skipti mig alveg gríðarlega miklu máli er svo margt annað sem skiptir máli í lífinu“ 

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur verið ein okkar ástsælasta og vinsælasta söngkona í fjölmörg ár þótt ung sé en ferill hennar hófst þegar hún var níu ára gömul. Einn fylgifiskur frægðarinnar er að verða að umtalsefni en Gróa á Leiti er oft óvægin og því hefur Jóhanna Guðrún fengið að kynnast oftar en einu sinni. Stutt er síðan kaffistofur landsins loguðu þegar fréttir bárust af því að hún væri að skilja við eiginmann sinn og barnsföður, taka saman við gamlan kærasta og væri orðin ófrísk. Jóhanna Guðrún kippir sér ekki lengur upp við slíkar sögur en viðurkennir að henni hafi mislíkað þegar fjölmiðlar greindu frá óléttunni án hennar samþykkis og hún þurfti að tilkynna eldri dóttur sinni það í síma þar sem hún var í frístund eftir skóla að hún væri að fara að eignast systkini.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.