,,Við eigum öll að fá að mæta alvöru lífsins í gegnum listina“ 

Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, hefur komið víða við í lífi sínu og starfi. Hún bjó á fleiri stöðum í æsku en flestir gera og gekk í sjö grunnskóla. Flakkið kom til vegna þess að foreldrar hennar voru að elta vinnu en þau festu loks rætur vestur á Ísafirði þegar Vigdís var ellefu ára. Það var þar sem áhugi hennar á skapandi greinum fékk fyrir alvöru að blómstra og þaðan hélt hún tvítug út í heim að læra leikstjórn á háskólastigi. Hún hefur síðan komið sér vel fyrir í Vesturbænum í Reykjavík en er oft á faraldsfæti vinnu sinnar vegna og hefur ferðast um heiminn þveran og endilangan til að halda námskeið og fyrirlestra og leita uppi spennandi verk til að deila með löndum sínum.  

Hún blæs í lúður Listahátíðar í hinsta sinn þann 1. júní og réttir hann svo arftaka sínum að hátíðinni lokinni. Þó stutt sé í næstu kaflaskil er Vigdís enn ekki búin að ákveða næstu skref og þannig vill hún hafa það.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.