Vinirnir eru netið sem grípur okkur

Harpa Rún Kristjánsdóttir

Harpa Rún Kristjánsdóttir er rithöfundur og bóndi undir Heklurótum en svo er hún einnig ritstjóri hjá Króníku bókaútgáfu, þýðandi og móðir. Harpa Rún hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóðabókina Eddu og árið 2021 sendi hún frá sér sína fyrstu skáldsögu, Kynslóð. Á dögunum kom út ný ljóðabók Hörpu, Vandamál vina minna, sem fjallar um mikilvægi vináttunnar og samlíðan fyrir öllum lifandi verum.  

Harpa lætur sér þó ekki nægja að fara inn í jólabókaflóðið með eigin bók heldur fylgir hún einnig sínum höfundum sem hún ritstýrði hjá Króniku styrkri hendi, fer inn í sláturtíð eins og bænda er von á haustmánuðum, sinnir syni sínum heima við, ritstýrir héraðsritinu Goðasteini og vinnur að leikgerð Eddunnar, nýju verki sem byggir á Snorra-Eddu og verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annan í jólum. Í nógu er að snúast en Harpa Rún þrífst vel í sögusköpun og fallegu umhverfi sveitar sinnar.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.