Það getur verið afskaplega hressandi að hnerra, ekki síst þegar hnerrinn er almennilegur. Eins gott og það getur verið að ná einum góðum hnerra, eða fleirum, er alveg jafnóþolandi að finna að maður þurfi að hnerra en getur það ekki. Það er hins vegar hægt að grípa til nokkurra gamalla og góðra ráða til að klára dæmið.