52 hluta listinn

Mörg þekkjum við það að strengja háleit áramótaheit í byrjun árs sem gleymast síðan í amstri dagsins. Það veldur því að vinsældir þessarar annars ágætu hefðar hafa dalað sem er synd því öll höfum við gott af því að setja okkur reglulega markmið til að vinna að. Góð markmiðasetning er í raun frábær leið til að auka hvatningu og frammistöðu, ná árangri og efla sjálfstraust en hún getur vissulega haft þveröfug áhrif sé ekki rétt farið að. Til eru ótal tól sem hægt er að nýta sér í markmiðasetningu. Eitt þeirra er 52 hluta-listinn en hann virkar þannig að þú skrifar lista af 52 markmiðum eða hlutum sem þú ætlar að gera á árinu. Jakob Ómarsson er einn þeirra sem hefur farið þá leið með góðum árangri. Fyrsta listann skrifaði hann í byrjun árs 2016 og nú, átta árum síðar, er hann að hefjast handa við að takast á við níunda listann sinn. Við fengum að forvitnast meira um þessa skemmtilegu og áhrifaríku leið til að ná markmiðum. 

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.