Það er einhver einstök stemning við að borða undir berum himni enda kannski ekki það sem við Íslendinagar erum vön. Það þarf ekki að vera heima á svölunum eða pallinum. Það er enn rómantískara að bruna úr bænum með þartilgerðan búnað og njóta matar og drykkjar úti í náttúrunni við fuglasöng og lækjarnið.