„Ég á það sameiginlegt með nöfnum mínum úr jurtaríkinu að vilja hafa ræturnar í jörðinni og teygja mig í átt til sólar“ 

Sóley Stefáns Sigrúnardóttir, stofnandi Heilsuhönnunar, segist vera í dag heilsuhönnuður en í gær grafískur hönnuður og á milli þessara daga hafi liðið nokkur ár. 

Sóley fæddist á Akureyri en flutti ung til Reykjavíkur. Hún ólst upp í Mosfellssveitinni og segir það eiga líklega þátt í því hvað hún sé mikið náttúrubarn. „Upphaflega menntaði ég mig í guðfræði og kynjafræði en lærði svo grafíska hönnun. Í kjölfar heilsubresta fór ég að stunda jóga og varð jógakennari og í framhaldi af því fór ég í nám í heilsumarkþjálfun. Þetta vatt upp á sig og á vegferð minni að endurheimta heilsu mína bætti ég við mig öðru heilsutengdu námi. Meðal annars vinn ég með PRT-verkjaendurferlun (e. Pain Reprocessing Therapy) og kláraði einnig MA-diplómu í jákvæðri sálfræði.“

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.