„Ég var rosalega dugleg að grafa allt niður sem barn“  

Rétt við borgarmörkin austanverð leynist lítil vin sem heillar marga; það er fagurblátt Hafravatnið. Þar á ofurkonan og langhlauparinn Mari Järsk sér afdrep í fallegum bústað tengdaforeldra sinna og þangað býður hún blaðamanni einn sólríkan dag í maímánuði. Hér vill hún helst sem oftast vera, enda sveitastelpa í grunninn sem elskar frelsið og friðinn sem einkennir umhverfi sem þetta. Doberman-tíkin Orka, sem hefur fylgt Mari síðustu tólf ár, á eitthvað erfitt með gargið í nýklöktum svartþrastarungunum sem bíða eftir æti í þakskegginu á bústaðnum en slakar þó fljótt á við fætur eiganda síns. Þá hefst spjallið. 

Hún fæddist á Saaremaa sem er lítil eyja undan strönd Eistlands. Var elsta stúlkan í átta systkina hópi. Foreldrarnir áttu við mikinn áfengisvanda að stríða og hjá þeim áttu systkinin aldrei öruggt skjól. Hún var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera mikið hjá ömmu sinni í sveitinni á meðan systkinum hennar var komið fyrir á barnaheimilum og í heimavistaskóla. „Mínar bestu minningar úr æsku tengjast því að vera hlaupandi í sveitinni að hjálpa ömmu. Ég lifði fyrir það. Þegar ég var þar hlakkaði ég til að vakna hvern einasta morgun. Við amma vorum mikið bara tvær heima að dúllast því afi var á sjónum,“ segir hún og hugsar með hlýju til þessa tíma.  

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.