Ertu ekki farin að vinna? „Það að lifa með verkjum hefur alltaf verið hluti af lífi mínu – þannig var ég þvinguð út af vinnumarkaðnum“ 

Í íslensku samfélagi er áhersla á atvinnuþátttöku mjög mikil og virði fólks oft metið út frá menntun og stöðu á vinnumarkaði. Það má til dæmis sjá á því að þegar fólk fer á mannamót er algengasta spurningin: „Hvað gerir þú?” Þegar fólk segist ekki vera á vinnumarkaðnum finnur það oft fyrir neikvæðum viðbrögðum fólks. Þetta segir Hrönn Stefánsdóttir, formaður atvinnu- og menntahóps Öryrkjabandalags Íslands, en hún var einn af fyrirlesurum málþings kjarahóps og atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka sem bar yfirskriftina „Ertu ekki farin að vinna?“ Á málþinginu var virði manneskjunnar tekið fyrir óháð þátttöku á vinnumarkaði og (van)mat á framlagi fatlaðs fólks sem getur ekki tekið þátt á vinnumarkaði. Þá var fjallað um inngildingu í atvinnu og hvernig hún birtist innan og utan vinnumarkaðar og áhrif kerfislægra hindrana fyrir atvinnuþátttöku fatlaðs fólks (svo sem tekjuskerðingar) og var megináherslan á fólk með ósýnilegar fatlanir. 

Umsjón og texti: Salome Friðgeirsdóttir / Myndir: Alda Valentína Rós

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.