Eva Laufey Kjaran ; „Hér er ég loksins komin“

Viðskiptafræðingurinn, móðirin og matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran hefur skapað sér leið að sínum draumum og starfar nú sem markaðs- og upplifunar- stjóri Hagkaups ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn félagsins. Hún á tvær stelpur með eiginmanni sínum, Haraldi Haraldssyni, og eiga þau nú von á sínu þriðja barni í vor.

Eva Laufey Kjaran er þjóðinni vel kunnug eftir að hafa gefið út fjórar matreiðslubækur, unnið að þáttum líkt og Allir geta dansað, Ísskápastríði og Blind­um bakstri og verið meðstjórnandi í Íslandi í dag og Bakaríinu á Bylgjunni. Einnig starfaði Eva áður sem lausapenni hjá Gestgjafanum, hefur komið að vöruþróun á kökudeigi og segir að það skemmtileg­ asta sem hún geri sé að vinna við mat.

„Fyrir fjórtán árum var ég ekki að finna mig í háskólanáminu sem ég var búin að veðja á og flestir í kringum mig töldu praktískt fyrir mig eins og við gerum flest þegar við vitum ekki alveg hvert við viljum fara og fylgjum svolítið straumnum eðlilega því það er „rétta“ leiðin og ekki endilega verið að hvetja okkur til að fara óhefðbundnar leiðir á þessum aldri. Meðfram náminu opnaði ég blogg sem átti fyrst um sinn bara að vera um allt og ekki neitt…

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.