Krassandi sögur kveikjan að SKVÍZ

Um páskana frumsýndi Sjónvarp Símans nýja íslenska gamanþætti, SKVÍZ, sem fjalla um þrjár ungar konur sem búa saman í miðbæ Reykjavíkur. Í þáttunum birtist íslenskur raunveruleiki eins og hann blasir við fólki á þrítugsaldrinum og það eru örugglega mörg þarna úti sem tengja við kómísk hversdagsævintýri vinkvennanna. Með eitt aðalhlutverkanna fer leik- og tónlistarkonan Silja Rós en hún skrifaði einnig handritið að þáttunum ásamt þeim Tönju Björk, Hlín Ágústsdóttur og Ólöfu Birnu Torfadóttur. SKVÍZ eru framleiddir af Glassriver fyrir Sjónvarp Símans og leikstýrðir af Reyni Lyngdal og voru þeir vafalaust kveikjan að mörgum hlátrasköllunum yfir hátíðirnar.  

Hugmyndin að þáttunum kviknaði í L.A. þar sem Silja Rós, Tanja og Hlín bjuggu. „Við vorum allar nýútskrifaðar leikkonur að ákveða okkar næstu skref og fundum að okkur langaði að skrifa áhugaverðar sögur um upplifun kvenna. Við deildum eigin upplifunum með hver annarri og enduðum yfirleitt í hláturskasti yfir vandræðalegum sögum; sem betur fer skildu ekki margir íslensku í Hollywood,“ segir hún og hlær.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.