Árið 2017 var fyrsta Svansvottaða húsið byggt hér á landi í Urriðaholtinu af þeim Finni Sveinssyni, viðskipta- og umhverfisfræðingi, og Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur hjartalækni. Sjö árum síðar hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag eru um 1400 íbúðir í byggingu í Svansvottunarferli. En hvað þýðir það? Við fengum Bergþóru Kvaran, sérfræðing í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun í umhverfisvottuðum byggingum, til þess að fræða okkur um umhverfisvænni framkvæmdir fyrir heilsusamlegri heimili.