Á HönnunarMars bauð japanska sendiráðið Iku Nishiawa, kintsugi-sérfræðingi, að koma og halda námskeið og fyrirlestur á hátíðinni en Iku er búsett í Bretlandi þar sem hún stofnaði Kintsugi Oxford þar sem hún kennir og gerir við muni. Okkur var boðið að taka þátt í vinnustofunni ásamt fræknu liði listamanna og nutum góðs af. Iku segist sjálf ekki vera neinn hugsuður heldur aðeins viðgerðarmaður og grínisti en fyrirlestur og kennslan var svo sannarlega á léttu nótunum í Hafnarhúsinu þennan sunnudaginn.