„Hannesarholt er fyrst og fremst menningarhús,“ segir Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, stofnandi Hannesarholts við Grundarstíg sem opnaði fyrst dyrnar í febrúar 2013. „Við viljum tengja við ræturnar, rækta það besta í okkur í nútíðinni og stefna til framtíðar með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi,” segir Ragnheiður en húsið er ekki rekið í hagnaðarskyni.