Kara Guðmundsdóttir byrjaði ung í neyslu hugbreytandi efna og var að eigin sögn nærri því komin að þröskuldi lífs og dauða. Hún náði að snúa við blaðinu, stundar nú nám í sálfræði við Háskóla Íslands og æfir hnefaleika af miklum krafti. Hún er hnefaleikakona ársins og varð fyrsta og eina íslenska konan til að vinna flokkinn sinn á Golden Girl Championship í Svíþjóð, sem er stærsta kvennamót í heimi í hnefaleikum. Kara segir að hefði hún ekki náð að snúa við blaðinu á þeim tíma sem hún náði því væri hún örugglega