„Maður þarf ekki að fara í gegnum hlutina eins og jarðýta“

Leikkonan Íris Tanja Flygenring ætlaði sér að verða ballettdansari en slys setti strik í reikninginn með þau framtíðarplön. Hún fann sér þó annan farveg í listinni og útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Ísland vorið 2016. Íris segist alla tíð hafa verið fljót að læra hvernig hún ætti að haga sér í ákveðnum aðstæðum enda skipti hún sjö sinnum um grunnskóla í æsku og þar af voru tveir í Bandaríkjunum. Ef til vill hafi þetta verið fyrsta þjálfunin í því að verða leikkona, þótt Íris segist ekki vita hversu gott það hafi endilega verið. Margt hafi reynt á í þessum aðstæðum og hlutirnir hefðu ekki þurft að vera svona erfiðir. Íris fer með burðarhlutverk í sjónvarpsþáttunum Kötlu úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks sem sýndir verða á Netflix en fjárfesting Netflix í verkefninu er sú hæsta sem um getur í íslenskri kvikmyndagerð og Íris segir að áhorfendur geti dregið lærdóm af þáttunum. Hún hafi sjálf lært að treysta innsæinu sínu.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.