Veitingastaðurinn Hjá Jóni stendur við Austurvöll í glæsilegu húsi sem hýsir Iceland Parliament Hotel. Nafnið á vel við því gestir veitingastaðarins horfa út um gluggana á styttuna af Jóni Sigurðssyni, baráttumanni fyrir sjálfstæði Íslands. Staðurinn opnaði í byrjum sumars og hefur nú þegar unnið sér til vinsælda, sérstaklega með einstökum léttreyktum þorskhnakka sem er fenginn alla leiðina frá Hornafirði. Eldhúsið er opið 11:30 til 22:00 alla daga og bjóða þau einnig upp á brunch um helgar eða „kampavíns-dögurð“ líkt og þau kalla það….