Menningarnótt í Hörpu

Á Menningarnótt í Reykjavík laugardaginn 20. ágúst býður Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvenna tónleika, þar sem aðgangur er ókeypis. Kl. 15 fá gestir að kynnast töfrum jarðar og alheimsins undir leiðsögn Stjörnu-Sævars og hlýða á stórbrotin og litrík tónverk sem skírskota til fyrirbæra úr náttúrunni. Haldið verður aftur í tímann þegar jörðin varð til og litið á eld og ís, höf og eyðimerkur, veðrið, lífið sjálft og hvernig við tengjumst þessu öllu. Kl. 17 kynnir Jón Jónsson klassíska hlaupalagalistann með dyggri aðstoð hljómsveitarinnar. Leikin verður fjörmikil og hressileg tónlist til heiðurs þeim sem lokið hafa hlaupi í Reykjavíkurmaraþonin þennan dag, en einnig öllum hinum sem fylgdust með af hliðarlínunni og hvöttu sitt fólk til dáða. Upplýsingar: harpa.is.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.