Öll litbrigði lífsins í boði alla daga með Jóni 

Jóga Gnarr Jóhannsdóttir er 63 ára móðir og amma og segist nota bæði fjölskyldumillinafnið Gnarr og Jóhannsdóttir með stolti. Blaðamaður hitti Jógu á heimili hennar og eiginmannsins, Jóns Gnarr,  í gamla Vesturbænum í Reykjavík. Við anddyri hússins tók Klaki, hundurinn þeirra, á móti blaðamanni en hann er hvítur og rólegur svissneskur Schäfer-hundur og það má sjá gæskuna skína úr augum hans. Jóga segir okkur frá því að Klaki fylgi Jóni eiginlega allt, að þeir eigi alveg sérstakt samband og henni þyki ótrúlega vænt um hann líka. 

Jóga hafði tekið til fyrir okkur kruðerí og við settumst niður við borðstofuborðið þeirra sem Jóga hannaði sjálf og ræddum um lífið og tilveruna. Jóga á ættir að rekja í allar helstu höfuðáttir landsins eins og flestir Íslendingar. Hún segist hins vegar finna mest fyrir rótum sínum í Svefneyjum á Breiðafirði. Hún tengir mest við fólkið sitt þaðan og þá sérstaklega konurnar sem eru hávaxnar, sterkar og kraftmiklar.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.