Í líflegri og bjartri íbúð í miðbænum býr Sóley Þöll Bjarnadóttir, verslunarstjóri Spúútnik í Kringlunni og plötusnúður í hjáverkum. Hún er ung að aldri og þetta eru hennar fyrstu íbúðarkaup. Íbúðin er um 77 fermetrar að stærð og húsið var byggt árið 1935 í anda húsagerðar þess tíma. Hún fékk afhent um mitt síðasta ár og hefur nú komið sér vel fyrir en hér er að finna fallega hönnun í bland við gersemar af nytjamörkuðum og ótal mismunandi plöntur.