Sjálfsmyndin mín stjórnast ekki af áliti annarra 

Vigdís Hafliðadóttir hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu ár fyrir húmor sinn og hæfileika. Hún er söngkona og textahöfundur hljómsveitarinnar FLOTT sem hefur notið mikilla vinsælda og gaf á dögunum út sína fyrstu breiðskífu, Pottþétt FLOTT. Samhliða tónlistinni hefur hún gert garðinn frægan með uppistandshópnum VHS og glatt þjóðina með góðu gríni bæði á sviði og í sjónvarpi. Vigdís hefur alltaf þrifist best þegar það er nóg að gera og veigrar sér ekki við að hafa mörg járn í eldinum. Þegar ferillinn fór á flug og verkefnin að hrannast inn setti hún því í fimmta gír og naut sín í botn. Eftir mikla keyrslu kom þó að því að líkaminn sagði stopp og hún fann sig á barmi kulnunar. Þá sá hún sig tilneydda til að taka sér tímabært hlé frá öllu sem hún var að gera til að ná sér á ný. Nú veit hún að það er mikilvægt í lífsins ólgusjó að vera meðvituð um það hvað gefur orku og hvað tekur hana. Því þó það sé gaman að hafa mikið að gera þá er nauðsynlegt að staldra stundum við og fylla á tankinn. 

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.