Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Post Type Selectors
dflip
post
dflip

Skrýtin tilfinning að hafa átt mömmu sem ég þekkti ekki

Röggu hefur aldrei skort ást og umhyggju í sínu lífi og er þakklát fyrir að hafa alltaf verið með gott fólk í kringum sig. Af þeim sökum segist hún ekki hafa fundið mikla þörf fyrir því að kynnast Hallgerði, blóðmóður sinni, þegar hún var að alast upp. „Þegar ég var orðin 23 eða 24 ára fékk ég svo vinabeiðni frá henni á Facebook. Það var mjög mikið áfall. Þarna hafði hún ekkert reynt að hafa samband við mig síðan ég var barn. Ég var á mjög viðkvæmum stað sjálf og tók þá ákvörðun að samþykkja ekki vinabeiðnina. Ég held að það hafi verið um tveimur vikum síðar sem ég fékk hringingu frá bróður mínum þar sem hann tjáði mér að hún lægi í dái á gjörgæslu. Hann útskýrði að þessi vinabeiðni hafi örugglega gengið út á það að hún væri að fara að bjóða mér í giftinguna sína. Rétt eftir giftinguna gerðist eitthvað; að öllum líkindum datt hún og fékk höfuðhögg. Eiginmaður hennar kom allavega að henni þar sem hún lá meðvitundarlaus á gólfinu. Hann hringdi þetta inn og sagðist ekki vita hvað hafði gerst. Þau hafa eflaust verið í mjög annarlegu ástandi bæði; þetta var fólk sem átti held ég mjög bágt. Hún vaknaði aldrei aftur.“

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.