„Það er svo gaman að fá að vera sú kona sem ég hef alltaf haldið að ég mætti ekki vera.“

Linda Pétursdóttir var rétt skriðin inn í fullorðinsárin þegar hún var valin fegursta kona heims og varð hún við það að þjóðargersemi sem allra augu beindust að. Hún er mikill brautryðjandi sem hefur lagt sérstaka áherslu á það í lífi sínu og starfi að valdefla og styrkja konur. Í dag rekur hún fyrirtæki þar sem hún býður meðal annars upp á lífsþjálfunarprógram fyrir konur og kennir þeim að uppfæra hugarfarið, umbreyta sjálfsmynd sinni og ná árangri í lífi og starfi. Í lífi Lindu hafa skipst á skin og skúrir en alltaf hefur hún fundið það í sjálfri sér að halda ótrauð áfram þótt á móti blási. Hún hefur lagt á sig mikla sjálfsvinnu og er í dag í sínu besta formi, bæði andlega og líkamlega, sátt með sitt og ástfangin upp fyrir haus af draumaprinsinum. Ég hitti Lindu á fallegum degi í febrúar og fékk að vita allt um nýja kærastann og það hvernig henni tókst að byggja sig upp og finna sátt í sjálfri sér.  

„Ég held að ég hafi aldrei setið jafnvel í mér eins og núna,“ segir hún af mikilli sannfæringu þar sem hún situr á móti blaðamanni og brosir. „Ég sé það einmitt í því hvernig ég leyfi mér að vera berskjölduð og taka á móti ástinni. Áður fyrr nennti ég ekki mikið að vera að tala um tilfinningar og var oft kaldari týpan í samböndum miðað við  þáverandi kærasta. Þegar talið barst að ást fann ég leiðir til að skipta um umræðuefni,“ segir hún og hlær. „Núna er ég opin fyrir þessu öllu og það er alveg æðisleg upplifun. Að þora að taka við ástinni og finnast ég eiga hana skilið líka.“ 

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.