Ég átti einstaklega erfitt með að ákveða hvað ég vildi gera þegar ég yrði stór, eftir stúdentinn prófaði ég eina önn í háskóla en fann ekki fjölina mína þar. Það var ekki fyrr en ég heimsótti vinkonu mína í útlöndum sem ég rakst á draumanámið mitt. Ég flutti út og þegar stutt var í útskrift hjá mér og ég á leið heim í jólafrí hitti ég stóru ástina mína, eins og fyrir duttlunga örlaganna.