Baunir er hægt að nota í ýmsa rétti og bæði er hægt að fá soðnar og hráar baunir hér á landi. Gott er að leggja sumar baunir í bleyti áður en þær eru soðnar en það er mjög gott að bæta kryddi eins og sítrónuberki, lárviðarlaufi og hvítlauk út í vatnið þegar baunir eru soðnar. Í þessum þætti eru notaðar baunir sem hægt er að kaupa soðnar í flestum tilfellum en það getur komið sér vel þegar ekki gefst mikill tími til eldamennsku. Baunir eru ekki aðeins fjölbreyttar heldur eru þær einnig meinhollar og fullar af prótíní, hráefni sem við mælum með að bæta við mataræðið.